Um okkur

VON Iceland var stofnað árið 2002 og er í dag ein stærsta og öflugasta matvælavinnsla landsins sem sérhæfir sig í framleiðslu á harðfisk, bitafisk, skífum og þurrkuðu gæludýrafóðri.
 
Notast er við sérhannaða framleiðsluaðferð sem þróuð var af stofnendum félagsins sem byggir á áratuga reynslu þeirra í framleiðslu á harðfisk.
 
VON Iceland er leiðandi fyrirtæki í vinnslu og markaðssetningu á þurrkuðum fiskafurðum innanlands sem og erlendis og starfar eingöngu með öflugum og virtum aðilum á viðkomandi mörkuðum.
Markmið VON Icelaland er að auka harðfiskneyslu á Íslandi og erlendis með því að bjóða upp á holla og góða vöru sem ýtir undir heilbrigðan lífstíl og eykur lífsgæði. 
nammi.is sér um netverslun fyrir Gullfisk og sendir frá Borgahellu 3 í Hafnarfirði.  Þangað er einnig hægt að sækja pantanir.

 

Í rúm 20 ár hefur Gullfiskur verið einn vinsælasti Harðfiskur landsins. Hvort
sem það eru ljúffeng harðfiskflök eða einstakur bitafiskur þá þykja vörurnar frá Gullfiski vera sérlega bragðgóðar.

Gullfiskur kemur í þægilegum endurlokanlegum umbúðum.

Til að framleiða 200gr. af harðfisk eða bitafisk frá Gullfiski er notast við 1kg af ferskum fiskflökum.

Gullfiskur er sannkölluð súperfæða, innheldur 84% prótein og mikið magn af B12 Vitamínum.